fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

FBI varar við vopnaðri og stórhættulegri 18 ára konu – Er heltekin af fjöldamorðinu í Columbine

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 05:59

Sol Pais. Mynd: FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú með mikinn viðbúnað í Colorado og það sama á við um lögreglulið í ríkinu. Á laugardaginn verða 20 ár liðin frá fjöldamorðinu í Columbine High School þar sem 12 nemendur og 1 kennari voru skotnir til bana af tveimur nemendum áður en þeir tóku eigin líf. 24 nemendur til viðbótar særðust. FBI hefur sent út aðvörun og varar við Sol Pais, 18 ára, frá Flórída. Hún er sögð vopnuð og stórhættuleg. Hún er sögð heltekin af fjöldamorðinu í Columbine og hafi í hyggju að fremja svipað ódæði.

Gripið var til mikilla varúðarráðstafana víða í Colorado í gær og skólum var lokað og tryggt að enginn kæmist inn í þá nema nemendur og foreldrar þeirra til að sækja þá. Denver Post segir að Sol Pais hafi komið til Colorado frá Miami á mánudaginn og sé talin vera á Denver-Littleton svæðinu. Eftir að hún yfirgaf flugvöllinn í Denver fór hún rakleiðis og keypti haglabyssu og skotfæri. Hún hefur haft í hótunum um að fremja svipað ódæðisverk og framið var í Columbine High School.

Á fréttamannafundi í gærkvöldi sagði Dean Phillips, yfirmaður FBI í Denver, að mikil leit standi yfir að Sol Pais.

Jeff Shraderi, lögreglustjóri í Jefferson sýslu, sagði að málið rífi upp gömul sár en hann var starfandi lögreglumaður þegar hryllingsverkið í Columbine High School átti sér stað fyrir 20 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar