fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Hún opnaði dyrnar fyrir sendlinum – Átti enga von á því sem hann gerði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 06:59

Maðurinn með kassann við útidyrnar. Mynd:Lögreglan í Peel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. nóvember síðastliðinn knúði maður dyra hjá konu í úthverfi Toronto í Kanada. Hún fór til dyra og átti sér einskis ills von. Fyrir utan stóð maður klæddur eins og sendill og hélt á stórum kassa. Þau skiptust á nokkrum orðum en síðan lét maðurinn til skara skríða.

Hann skaut konuna með lásboga. Örin hæfði hana í brjóstið. Örin varð konunni næstum að bana en hún náði að skella útidyrunum eftir að hafa orðið fyrir örinni.

Það vill svo til að eftirlitsmyndavél er við útidyr hússins og á upptöku, sem lögreglan hefur nú birt, sést atburðarásin. Fólkið skiptist á nokkrum orðum en síðan skýtur maðurinn konuna með lásboganum sem var falinn inni í kassanum sem hann hélt á. Því næst hljóp hann á brott.

Lögreglan í Peel, sem rannsakar málið, telur að maðurinn hafi notað kassann til að leyna lásboganum og til að líta út eins og sendill. Á upptökunum sést að hann er með aðra höndina inni í kassanum. Væntanlega hefur hann haldið um gikk lásbogans. Lögreglan telur hugsanlegt að hér hafi verið um leigumorðingja að ræða en ekki er vitað hver hann er eða hver fékk hann til verksins.

Konan særðist mikið enda var ætlunin að verða henni að bana að sögn lögreglunnar. Hún lá á sjúkrahúsi í marga mánuði. Mörg innri líffæri sködduðust í árásinni. Á fréttamannafundi fyrr í vikunni sagði lögreglan að líf konunnar verði aldrei hið sama vegna þeirra alvarlegu áverka sem hún varð fyrir.

Lásbogar á borð við þann sem var notaður til að skjóta konuna eru venjulega notaðir við veiðar á stórum hjartardýrum á borð við elgi.

Lögreglan hefur ekki viljað skýra frá hvað fólkinu fór á milli áður en konan var skotin. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi í dökkum sendibíl. Ekki er vitað hvort hann var einn að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar