fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Parið ákvað að fara í DNA-rannsókn til að fræðast um uppruna sinn – Það endaði ekki vel

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega ákvað par eitt að reyna að fræðast aðeins meira um uppruna sinn. Þau sendu því lífsýni til DNA-rannsóknar til að hægt væri að kortleggja ættartré þeirra. Allt var þetta gert til gamans en óhætt er að segja að þetta hafi ekki endað vel.

Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir var konan, sem er 27 ára, spennt fyrir að afla sér nánari upplýsinga um forfeður sína enda getur verið gaman að grúska í ættfræði og fræðast um uppruna sinn. Það sama átti við um unnusta hennar, 26 ára, en það sem hann uppgötvaði hafði vægast sagt mikil áhrif á líf þeirra.

Maðurinn skýrði nýlega frá þessu í umræðu á Reddit. Þar sagði hann að unnusta hans hafi slitið sambandinu eftir að niðurstöður DNA-rannsóknarinnar lágu fyrir og hún sá hver var meðal forfeðra hans. Hann sagði að hún hafi ekki getað tekist á við hið skuggalega fjölskylduleyndarmál.

„Fyrir um mánuði ákváðum ég og unnusta mín að það gæti verið skemmtilegt að láta gera DNA-rannsókn, eins og Ancestry.com býður upp á, til að fræðast meira um ættartré okkar. Maður fær mikið af upplýsingum og það tók smá tíma að fara yfir þær. Við skemmtum okkur við þetta en þegar ég komst að svolitlu um einn forfeðra minna varð það til að ég missti unnustuna. Það voru nokkur nöfn á ættartrénu sem ég kannaðist ekki við en eftir smá rannsóknarvinnu kom í ljós að einn forfeðra minna var frægur raðmorðingi.“

Skrifaði maðurinn. Hann sagði jafnframt að þau hafi reynt sitt besta til að láta þetta ekki hafa áhrif á sig en unnustunni hafi augljóslega verið illa brugðið yfir þessu. Hann sagðist þó hafa talið að hún myndi komast yfir þetta á endanum en því miður hafði hann rangt fyrir sér.

„Hún hætti með mér því hún gat ekki tekist á við þá staðreynd að ég er skyldur raðmorðingja. Hún sagðist elska mig mjög mikið en sagði að sú staðreynd að í æðum mér renni sama blóð og í svona miklu illmenni hafi orðið til að hún líti mig öðrum augum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar