fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Kærustupar á dauðarefsingu yfir höfði sér – Sökuð um að hafa byggt hús úti á sjó

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 20:00

Taílenski sjóherinn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður og unnusta hans fara nú huldu höfði til að komast hjá því að vera handtekin af taílenskum yfirvöldum. Taílenski sjóherinn gefur þeim að sök að hafa byggt ólöglegt hús úti á sjó. Húsið stendur við strönd Taílands, utan við Phuket, og er lítið og hvítt og stendur á súlum.

Taílensk yfirvöld saka parið um að hafa byggt húsið án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. BBC skýrir frá þessu. Taílensk yfirvöld segja að húsið sé staðsett um 19 km frá strönd landsins og sé þar með í landhelgi landsins. Parið heldur því hins vegar fram að húsið sé tæplega 21 km frá landi og þar með utan taílenskrar landhelgi.

Hér er húsið sem um ræðir.

Refsing við því að brjóta gegn fullveldi Taílands nemur allt að ævilöngu fangelsi eða dauðarefsing. BBC segir að parið sé hluti af hreyfinunni Ocean Builders en félagar í henni reisa sér hús á alþjóðlegum hafsvæðum til að heyra ekki undir lög neins ríkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar