fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Milljónir nýrra áskrifenda hjá Netflix

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Met var slegið hjá efnisveitunni Netflix á fyrsta ársfjórðungi ársins í fjölgun áskrifenda en 9,6 milljónir áskrifenda bættust við á heimsvísu. Þetta svarar til þess að 107.000 áskrifendur hafi bæst við á degi hverjum.

Aukningin var langmest utan Bandaríkjanna en 82 prósent nýrra áskrifenda búa utan Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri efnisveitunnar. Uppgjörið sýnir einnig að það er engin gullnáma að vera vinsælasta efnisveita heims.

Veltan jókst um 22 prósent á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma 2018 og var 4,5 milljarðar dollara. Rekstrarafgangurinn var 347 milljónir dollara. Það er betri árangur en á sama tíma á síðasta ári en þá var rekstrarafgangurinn 287 milljónir dollara en þá voru áskrifendurnir 30 milljónum færri en nú.

Fram kemur að nú sé verið að hækka áskriftina í Bandaríkjunum, Brasilíu, Mexíkó og hlutum Evrópu.

Stjórn fyrirtækisins reiknar með að vöxtur þess haldi áfram og veltan aukist þar af leiðandi. Þó er reiknað með að það hægi á fjölgun áskrifenda. Nú eru 149 milljónir áskrifenda hjá efnisveitunni, þar af eru um 60 milljónir í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar