fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Móðurmorðið sem skók heimsbyggðina – Undir yfirborðinu var ekki allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 22:00

Dee Dee og Gypsy Rose Blanchard.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðstaddir í réttarsalnum í Missouri í Bandaríkjunum trúðu ekki eigin augum þegar Gypsy Rose Blanchard, þá 23 ára, settist á sakamannabekkinn í réttarsalnum árið 2015. Fjölskylda hennar og vinir þekktu hana ekki öðruvísi en sem veikburða og veika konu. Hún þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómnum ALS og hvítblæði og hafði þurft að nota hjólastól allt sitt líf. En nú gekk hún alein og óstudd inn í réttarsalinn og fékk sér sæti.

Hún var ákærð fyrir að hafa myrt móður sína en þess utan virtist hún ekki vera neitt öðruvísi en konur á hennar aldri.

Málið vakti heimsathygli enda mjög sérstakt. Það var ekki nóg með að Gypsy Rose hefði skipulagt morðið á móður sinni og fengið unnusta sinn til að hrinda áætluninni í framkvæmd því hún skýrði jafnframt frá ótrúlegu lífi sínu. Móðir hennar hafði alla tíð sagt umheiminum að Gypsy Rose væri með ólæknandi sjúkdóma og mjög veik.

Ekki var allt sem sýndist

Móðirin, Dee Dee Blanchard, þjáðist af Münchausen by proxy sjúkdómnum. Þeir sem þjást af þessum sjúkdómi (yfirleitt konur) ljúga til um veikindi barna sinna og í alvarlegustu tilfellunum framkalla þeir sjúkdómseinkenni hjá þeim. Allt er þetta gert til að foreldrið fá þá athygli sem það telur sig eiga skilið og þarfnast.

Mæðgurnar voru velþekktar í heimabæ sínum Springfield. Móðirinn fékk samúð allra enda með mikið veikt barn og samband mæðgnanna þótti náið og fallegt. En undir yfirborðinu var raunveruleikinn allt annar. Dee Dee þvingaði Gypsy Rose í margar ónauðsynlegar aðgerðir. Hún rakaði hár hennar af svo hún liti út fyrir að vera með hvítblæði. Auk þess dældi hún fullt af lyfjum í Gypsy Rose, lyf sem hún hafði enga þörf fyrir.

Gypsy Rose

Í kjölfar fellibylsins Katrínar komust mæðgurnar í sviðsljós fjölmiðlar því þeir misstu aleigu sína. Frægt fólk heimsótti þær, þeim var boðið í Disney World og þær fengu nýtt hús gefins en það voru samtökin Habitat for Humanity sem gáfu þeim það.

En sumardag einn árið 2015 fannst Dee Dee liggjandi í blóðpolli í rúminu sínu og Gypsy Rose var horfin. Hún  fannst síðan í um 1.000 km fjarlægði, í Wisconsin. Þá áttaði lögreglan sig á að hún hafði skipulagt morðið á móður sinni og að ekkert amaði að henni, hún var heilbrigð ung kona.

Skömmu fyrir morðið hafði Gypsy Rose kynnst ungum manni, Nicholas Godejohn á netinu. Ekki leið á löngu áður en hann vissi vel hvernig staðan var á heimili Gypsy og hvernig sambandi mæðgnanna var háttað. Þau skipulögðu morðið í sameiningu. Hún faldi sig inni á klósetti á meðan hann stakk Dee Dee margoft með hníf inni í svefnherberginu.

Gypsy Rose og Nicholas Godejohn.

Málalok

Nicholas var dæmdur í lífstíðarfangelsi en Gypsy Rose var dæmd í 10 ára fangelsi.

Gypsy afplánar nú refsingu sínu og samkvæmt umfjöllun E!News þá hefur hún það gott í fangelsinu. Hún er vel liðin af öðrum föngum og er nú trúlofuð manni sem hún hefur átt í bréfasambandi við. E!News hefur eftir Fancy Macelli, talskonu Gypsy Rose, að hún hafi haldið trúlofuninni leyndri um hríð en hún sé mjög ánægð. Þau munu þó ekki ganga í hjónaband fyrr en eftir að Gypsy hefur verið látin laus.

Hún er nú að mennta sig og hefur hafið nýtt líf, svona eins og hægt er að gera í fangelsi.

„Fangelsið, sem ég dvaldi í áður með móður minni, var . . . . Ég gat ekki gengið. Ég gat ekki borðað. Ég gat ekki átt vini. Ég gat ekki farið út að leika með vinum mínum eða neitt. Hér í fangelsinu finnst mér ég frjálsari en þegar ég bjó með móður minni. Því nú má ég . . . . lifa eins og venjuleg kona.“

Sagði hún í samtali við ABC News. Hún hefur einnig sagt í viðtölum að þrátt fyrir það sem móðir hennar lét hana ganga í gegnum sjái hún eftir morðinu.

Gypsy Rose verður væntanlega látin laus til reynslu 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?