fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Þyrstir Norðmenn skildu eftir sviðna jörð í sænskri áfengisverslun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 18:30

Það var ekki mikið eftir í versluninni. Mynd:Magnus Schaft/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn skildu þyrstir Norðmenn, áfengisþyrstir, eftir sig sviðna jörð í verslun Systembolaget í Strømstad. Áfengi er dýrt í Noregi og algengt er að Norðmenn bregði sér yfir landamærin til frændfólksins í Svíþjóð og kaupi áfengi þar en verðið þar er töluvert lægra.

Systembolaget er einokunarverslun sænska ríkisins á áfengi, svipað og Vínbúðirnar hér á landi.

Þegar Magnus Schaft, frá Noregi, kom í verslun Systembolaget í Strømstad síðdegis á þriðjudaginn var mikið að gera þar. Varla var hægt að fá bílastæði við verslunina og mikið var af fólki inni. Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagði hann að starfsfólkið hafi reynt að fylla á hillur en margar vörur hafi einfaldlega verið uppseldar. Það hafi verið eins og viðskiptavinirnir hafi orðið fleiri þennan dag en reiknað var með.

Twitterfærsla Magnus Schaft um málið.

Hann sagði að það hafi aðallega verið bjór og líkkjörar auk snafsa sem Norðmennirnir höfðu kastað sér á. Þá var einnig lítið til af rósavínum og víni í stærri umbúðum, eins og rauðvíni í kössum.

Það er svo sem ekkert einsdæmi að Norðmenn versli svona mikið í þessari áfengisverslun eða öðrum áfengisverslunum í Svíþjóð sem eru nærri norsku landamærunum. Undanfarin fjögur ár hefur mikil söluaukning orðið í verslunum Systembolaget nærri norsku landamærunum. Systembolaget vill þó ekki skýra frá hversu margir Norðmenn versla hjá fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar