fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Sex ára drengur lét lífið vegna halógen peru – „Ég man eftir að öskra á hjálp út á götu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 19. apríl 2019 19:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarmeinafræðingur í Bretlandi hefur kallað eftir því að yfirvöld yfirfari öryggisviðmið fyrir halógen ljósaperur eftir að sex ára drengur lét lífið eftir að kviknaði í náttlampa hans.

Réttarmeinafræðingurinn, Robert Hunter, segir að engum verði kennt um slysið hryllilega sem varð hinum sex ára Riley Jackson að bana á meðan hann svaf.

Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að halógen ljósapera í náttlampanum hafði komist í snertingu við eldfimt efni, með ofangreindum afleiðingum. Talið er að Riley litli hafi verið sofandi og látist sökum reykeitrunar.

Robert Hunter hefur gefið út að hann muni beina þeirri beiðni til yfirvalda að öryggi slíkra ljósapera verði yfirfarið, en þessar perur geta hitnað óhóflega mikið sem getur valdið hætt á eldsvoða eða brunameiðslum.

Halógen perur fást í öllum verslunum. Það er ekkert hættulegt við þær nema þær komist í snertingu við eldfimt efni.“

Móðir Riley lýsti því fyrir rannsóknarteyminu þegar hún heyrði í reykskynjaranum, hljóp að herberginu þar sem Riley litli var sofandi og reyndi að opna hurðina.

„Ég get ekki lýst óttanum sem greip mig. Að heyra brunaviðvörunina er versti ótti manns.“

Hún sá reykinn koma undan hurðinni og fann mikinn hita. Hún reyndi í örvæntingu sinni að komast inn í herbergið, en tókst það ekki. Innan úr  herberginu bárust engin hljóð. Hún hljóp þá með dóttur sinni út úr húsinu til að óska eftir hjálp.

„Ég man eftir að öskra á hjálp út á götu,“ sagði hún. Nágranni þeirra svaraði kallinu og reyndi að brjóta sér leið inn í svefnherbergið, en tókst það ekki. Starfsmenn slökkviliðsins telja að það hafi verið sökum þess að brak hafði fallið fyrir hurðina eða vegna þessa að hurðin hafi þanist út.

Hunter gagnrýnir samfélagsmiðlanotendur fyrir ónærgætnar ásakanir um atburðinn og sagði að þeim að skammast sín mikið.

„Það er auðvelt að sakfella fólk, án þess að vita nokkuð um atvik máls,“ sagði hann. „Það veldur mér miklum áhyggjum þetta skeytingarleysi samfélagsins í garð móður sem var að missa litla barnið sitt.“ Að sögn Hunters er ekkert við móður Riley að sakast, atvikið var hörmulegt slys og sem betur fer  hafi Riley ekki fundið fyrir sársauka þar sem hann var meðvitundarlaus þegar hann varð eldinum að bráð.

Móðir Riley segir að hann hafi verið „hamingjusamur lítill drengur sem elskaði lífið. Hann var mjög klár og vildi læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi.“

Frétt The Daily Mail

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar