fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Eitt kjaftshögg var nóg: Árásarmaðurinn sendur í 10 ára fangelsi eftir að nýju lögin tóku gildi

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 20. apríl 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rifrildi um reykingar fyrir utan sjúkrahús, á svæði þar sem ekki mátti reykja, enduðu með dauða skurðlæknis sem var kýldur einu hnefahöggi í andlitið.

Læknirinn, Patrick Pritzwalk-Stegmann, lét hinn 24 ára gamla Joseph Esmaili heyra það þegar hinn síðarnefndi kveikti sér í sígarettu fyrir utan sjúkrahúsið í Melbourne í Ástralíu árið 2017. Afskiptasemi Patricks fór fyrir brjóstið á Joseph sem veitti lækninum eitt hnefahögg í anndlitið. Patrick lést af völdum höggsins.

Árið 2014 tóku í gildi ný lög í Viktoríu-fylki í Ástralíu sem var einmitt ætlað að taka á árásum sem þessum. Hver sá sem veldur dauða annars manns með því að veita honum höfuðhögg, til dæmis hnefahögg eins og í þessu tilfelli, fær sjálfkrafa tíu ára dóm að lágmarki. Niðurstaða dómstólsins í Melbourne var einmitt tíu ára fangelsi yfir Joseph og sex mánuðir til viðbótar. Joseph þarf að sitja í fangelsi næsta áratuginn hið minnsta.

Lögunum sem tóku gildi árið 2014 er ætlað að taka á árásum, sem kannski virðast sakleysislegar, en hafa á tíðum skelfilegar afleiðingar. Áður en lögin tóku gildi þóttu menn sleppa nokkuð vel því lögmenn áttu tiltölulega auðvelt með að fara rök fyrir því að fall, í kjölfar höggs, hafi valdið meiðslunum eða dauðanum. Lögin nú gera ekki greinarmun á höggi og afleiðingum þess, til dæmis ef viðkomandi dettur á steinsteypta stéttina. Högg sem veldur dauða gerir það að verkum að árásarmaðurinn fær tíu ára fangelsisdóm.

Patrick meðhöndlaði meðal annars sjúklinga með lungnakrabbamein á ferli sínum sem læknir. Þegar dómur var kveðinn upp í málinu sagði Joseph að hann sæi eftir gjörðum sínum, en höggið hefði ekki verið þungt. Hann þótti þó ekki eiga sér miklar málsbætur í málinu enda árásin tilefnislaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar