fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Yfirvöld í San Francisco glíma við heldur ógeðslegt vandamál

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 20. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í San Francisco eru margir búnir að fá sig fullsadda af miður geðslegu vandamáli í borginni. Árið 2011 bárust borgaryfirvöldum 5.500 tilkynningar um skít, bæði úr dýrum og mönnum, á götum borgarinnar. Árið 2018 voru tilkynningarnar orðnar 28 þúsund.

Þetta kemur fram í frétt Business Insider sem fjallar um þetta óvenjulega vandamál. Tekið er fram að þetta séu bara tölur um fjölda tilkynninga og því ekki útilokað að vandinn sé enn meiri.

San Francisco er ein ríkasta borg Bandaríkjanna, meðaltekjur á hvern íbúa þar eru með þeim hæstu í Bandaríkjunum, en þrátt fyrir það eru aðeins 25 almenningssalerni í borginni. Þetta er heldur lítið, ekki síst í ljósi þess að um 7,500 eru heimilislausir í borginni. Á degi hverjum fá yfirvöld um 75 símtöl að meðaltali frá borgurum sem tilkynna skít eða saur á götum borgarinnar.

Matt Haney, fulltrúi í borgarstjórin San Francisco, vill taka á þessum vanda og fjölga almenningssalernum til muna. Er vandinn meiri í sumum hverfum en öðrum, til dæmis í Tenderloin-hverfinu í miðborginni. Þar er glæpatíðni tiltölulega há og fátækt mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“