fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 21. apríl 2019 21:00

Mynd: Business Insider

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christine Kopaczewski lagði það í vana sinn að skoða Instagram eða áhugaverð myndbönd í símanum uppi í rúmi á kvöldin, áður en hún lokaði augunum og sofnaði.

Christine vissi sem var að þetta var ekki góður ávani svo hún ákvað að prófa í viku að sleppa alveg að nota síma fyrir svefninn.

Christine skrifaði pistil um þetta fyrir vef Business Insider og segir hún það hafa komið sér á óvart hversu miklum breytingum hún fann fyrir, breytingum til hins betra.

„Háttatími hjá mér þýddi vanalega að ég fór upp í rúm klukkan 22.30 með eiginmanninum. Ég kíkti á Instagram, horfði svo á einn eða tvo þætti af Veep í sjónvarpinu og hélt svo áfram í símanum áður en ég sofnaði, löngu síðar,“ segir hún en þessi ávani gerði það að verkum að hún sofnaði stundum ekki fyrr en milli tvö og þrjú á næturnar.

Christine fer svo yfir þau fjögur atriði sem breyttust til hins betra eftir að hún hætti að nota símann. Óhætt er að segja að þetta hafi verið tilraunarinnar virði og sýnir kannski að það er til mikils að vinna að leggja símann frá sér áður en farið er upp í rúm.

Ég hef aldrei sofið betur

„Það vita allir að áhorf á síma eða sjónvarp hefur áhrif á gæði svefnsins. Samt látum við þessa staðreynd sem vind um eyru þjóta. Ég svaf eins og ungbarn fyrstu nóttina án síma og svaf sleitulaust til klukkan sjö um morguninn þegar vekjaraklukkan hringdi. Ég var trúlega með bleyju þegar ég svaf síðast svona vel. Eftir því sem leið á tilraunina vaknaði ég líka ferskari og fyrr en venjulega. Ég hafði skyndilega tíma til að fara út með hundinn, greiða og laga á mér hárið og borða morgunmat við borðstofuborðið.“

Ég gat einbeitt mér betur

Þó Christine hafi hætt alveg að nota símann horfði hún á sjónvarpið með eiginmanni sínum þegar komið var upp í rúm. Þau horfðu yfirleitt á einn þátt áður en þau lokuðu augunum. „Það var þá sem ég tók eftir því hversu mikil áhrif síminn hefur á athyglina. Ég veitti smáatriðum í þáttunum meiri og betri athygli og var mun meðvitaðri um það sem var að gerast.“

Stressið og pirringurinn hvarf

Christine segir að hún hafi verið miklu betur upplögð fyrir daginn eftir góðan nætursvefn. Pirringur og stress hafi horfið eins og dögg fyrir sólu og fyrir vikið hafi hún orðið afkastameiri. Hún hafi verið meira tilbúin fyrir verkefni dagsins en áður.

Upplifði skemmtileg augnablik sem síminn hafði tekið af henni 

„Þegar ég var ekki með símann gat ég átt djúp og þýðingarmikil samtöl við eiginmann minn. Við fórum yfir daginn okkar, skipulögðum næstu verkefni og rifjuðum upp skemmtileg augnablik. Ég lék mér með hundinum. Alltaf þegar ég hafði dauðann tíma fór ég í símann en um leið missti ég af þessum litlu augnablikum sem skipta máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig