fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Fór með bílinn í þjónustuskoðun: Tók til sinna ráða þegar hún sá kunnuglegan bíl á götunni stuttu síðar

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 22. apríl 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Penny Ivey Thompson, íbúi í Flowood í Mississippi í Bandaríkjunum, fór með Dodge-bifreið sína í þjónustuskoðun á verkstæði í bænum fyrir skemmstu.

Þetta væri vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir Facebook-færslu sem fór sem eldur í sinu um netheima og óheiðarlegan starfsmann verkstæðisins sem stendur eftir atvinnulaus.

Skömmu eftir að Penny hafði skutlað bílnum á verkstæði rak hún upp stór augu þegar hún sá Dodge-bifreiðina sína á ferð um bæinn. Hún birti mynd af atvikinu á Facebook og var ekki beint ánægð þegar hún sá þar sem bifreiðinni var ekið niður Lakeland Drive, eina fjölförnustu götu bæjarins, mjög þétt fyrir aftan aðra bifreið. „Enginn keyrir Stóru-Berthu svona. Enginn,“ sagði hún í færslunni en Penny kallar bílinn sinn „Big Bertha“.

Þar með er ekki öll sagan sögð því hún elti ökumann bifreiðarinnar að bílastæði verslunar í bænum. „Ég elti hann því ég vildi vera viss um að bílinn kæmist til baka í heilu lagi,“ segir hún en fyrir utan verslunina beið hún í tuttugu mínútur eftir ökumanninum, sem reyndist vera bifvélavirki á verkstæðinu.

Þegar hann hafði ekki skilað sér ákvað hún að stela eigin bifreið, ef svo má segja, með því að nota varalykilinn. Hún ók sem leið lá að verkstæðinu og talaði við yfirmann þar. Sá bauðst til að biðja hana afsökunar ef hún skrifaði ekki um málið á Facebook. Það dugði skammt en eftir að færsla Penny fór í dreifingu tilkynnti umræddur yfirmaður að bifvélavirkinn hefði verið rekinn.

Penny virðist vera mjög umhugað um bílinn sinn því hún skrifaði í færslu sinni: „Þú abbast ekki upp á fjölskylduna mína, dýrin mín, peningana mína eða bílinn minn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar