fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Yfirvöld á Sri Lanka loka fyrir samfélagsmiðla – Útgöngubann sett á

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 22. apríl 2019 07:46

Frá Sri Lanka. Skjáskot Reuters/CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Sri Lanka tóku þá ákvörðun eftir voðaverkin í gærmorgun að loka tímabundið fyrir alla samskiptamiðla. Staðfest var í morgun að 290 væru látnir eftir að sjálfsmorðssprengjuárásir voru gerðar í sex kirkjum og hótelum í landinu.

Ástæða þess að lokað var fyrir samfélagsmiðla var, að sögn yfirvalda, að létta á spennu og takmarka útbreiðslu sögusagna og falsfrétta. Eftir árásirnar voru vinsælar vefsíður eins og Facebook, YouTube, WhatsApp, Instagram, Snapchat og Viber ekki lengur aðgengilegar.

Varnarmálaráðuneyti Sri Lanka segir að lokuninni verði aflétt þegar yfirvöld hafa lokið rannsókn sinni á sprengingunni. NetBlocks, eftirlitsaðili sem fylgist með lokunum af þessu tagi, segir að sagan sýni að aðgangstakmarkanir beri sjaldnast tilætlaðan árangur.

Alp Toker, framkvæmdastjóri NetBlocks, segir að lokanir sem þessar geti valdið ótta hjá almenningi. Upplýsingar leiti einfaldlega í annan farveg.

Í morgun tilkynntu yfirvöld einnig um útgöngubann sem á að gilda frá átta að morgni til klukkan fjögur aðfaranótt þriðjudags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar