fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Austurrískur borgarstjóri líkir flóttamönnum við rottur – „Flýtið ykkur á brott“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 17:00

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóð eftir Christian Schilcher, varaborgarstjóra í Braunau am Inn í Austurríki hefur valdið miklu fjaðrafoki þar í landi undanfarið. Ljóðið var birt í dagblaði FPÖ, Frelsisflokksins sem er öfgahægriflokkur, í Braunau am Inn en þar fæddist Adolf Hitler. Í ljóðinu líkir Schilcher flóttamönnum við rottur og biður þá að aðlagast austurrísku samfélagi eða flýta sér í burtu að öðrum kosti.

Ljóðið ber titilinn Borgarrottan. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur fordæmt Schilcher fyrir ljóðið en FPÖ myndar ríkisstjórn með ÖVP flokki Kurz en ÖVP er íhaldsflokkur. BBC skýrir frá þessu. Kurz hefur krafist þess að FPÖ fordæmi ljóðið og taki afstöðu gegn því.

Austrian Press Agency hefur eftir Kurz að ljóðið sé „viðbjóðslegt, ómannlegt og mjög rasískt“ og eigi ekkert erindi í Austurríki.

Auk þess að segja flóttamönnum og innflytjendum að aðlagast austurrísku samfélagi segir í ljóðinu að það að blanda ólíkum menningarheimum saman sé „eins og að eyðileggja þá“.

Schilcher sagði um helgina að hann hafi ekki ætlað sér að „móðga eða meiða neinn“ með ljóðinu. Hann baðst afsökunar á að hafa ekki virt „þær sögulegu byrðar“ sem samlíking á rottum og fólki er og sagði að ljóðið ætti að lýsa breytingum „sem ég og aðrir gagnrýnum réttilega“ út frá sjónarhóli rottu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?