fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Hann kunni ekki ensku þegar hann flutti til Bandaríkjanna 1997 – Nú á hann 340 milljarða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 20:00

Eric Yuan. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 22 árum flutti Eric Yuan frá Kína til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Silicon Valley í Kaliforníu. Hann kunni nánast ekkert í ensku en hann lét það ekki stöðva sig frekar en að honum hafði átta sinnum verið neitað um vegabréfsáritun áður en hann hafði loks í gegn að fá eina slíka. Hann var 27 ára og líklegast er óhætt að segja að hann hafi verið fullur eldmóðs því í dag eru eignir hans metnar á sem svarar til 340 milljarða íslenskra króna.

Þetta kemur fram í umfjöllun CNBC. Fram kemur að Yuan stofnaði fyrirtækið Zoom 2011. Það býður upp á lausnir á sviði fjarfundabúnaðar. Mörgum þótti hann ansi bjartsýnn því stór fyrirtæki á borð við Google og Skype voru fyrir á markaðnum og Zoom var því ekki spáð löngu lífi.

En áður en að þessu kom starfaði hann hjá WebEx þar sem hann vann að þróun fundarkerfis til notkunar á netinu. Hann fór ekki í enskukennslu heldur lærði af vinnufélögum sínum. Hann var síðan gerður að yfirverkfræðingi hjá WebEx sem síðan var keypt af Cisco. Yuan hætti hjá fyrirtækinu 2011 og stofnaði þá Zoom.

Hann á 20 prósent hlutafjár í fyrirtækinu sem hefur gengið vel að fóta sig á markaði. Á síðasta ári jókst velta fyrirtækisins um 118 prósent. Mikil vinna liggur að baki þessu árangri og Yuan lagði mikið á sig á fyrstu árum Zoom. Hann réði nokkra starfsmenn frá WebEx til sín. Viðskiptavinirnir voru ekki margir svo hann sá sjálfur um að finna nýja viðskiptavini og fá þát il að flytja viðskipti sín til Zoom. Hann notaði að sjálfsögðu Zoom fundarkerfið til að setja sig í samband við væntanlega viðskiptavini til að sanna fyrir þeim hversu gott kerfið væri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar