fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hefðbundið umferðareftirlit lögreglunnar endaði með óeirðum og fjöldahandtökum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefðbundið umferðareftirlit hjá lögreglunni í þýska bænum Müllheim tók óvænta stefnu á föstudaginn langa. Þá stöðvuðu tveir lögreglumenn ökumann til að kanna hvort hann væri undir áhrifum áfengis. Þrír farþegar voru í bílnum og voru þeir og ökumaðurinn ekki á þeim buxunum að verða við ósk lögreglunnar og urðu sífellt illskeyttari í framkomu.

Þeir byrjuðu síðan að hringja í ættingja, vini og kunningja til að biðja þá að koma til aðstoðar. Byrjaði fólk að streyma á vettvang að þeirra beiðni. Lögreglumennirnir töldu sig vera í erfiðri aðstöðu og óskuðu því eftir liðsauka. Þegar upp var staðið voru rúmlega 100 lögreglumenn komnir á vettvang og höfðu sumir þeirra sérþjálfaða lögregluhunda með.

Hinu meginn við línuna hafði fjórmenningunum tekist að fá rúmlega 50 manns til að mæta þeim til stuðnings.

Allt endaði þetta með óeirðum og látum og þegar upp var staðið hafði lögreglan handtekið átta manns, þar á meðal bílstjórann sem stöðvaður var í upphafi. Samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla eru hinir handteknu og stuðningsfólk þeirra frá Austur-Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt