fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Helene fann 23 ára gamalt flöskuskeyti – Ótrúleg tilviljun og tenging við fjölskyldu hennar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 05:58

Helene með bréfið sem var í flöskunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. maí 1996 fóru Marius, 5 ára, og 24 ára bróðir hans niður að sjó á Finnes á Ingøy í Noregi til að kasta flöskuskeyti í sjóinn. Því var kastað út á opið haf, í töluverðri fjarlægð frá sumarhúsi fjölskyldunnar.

„Ég man að hann kom aftur í húsið og sagði að hann hefði kastað því. Hann var svo ánægður.“

Sagði systir hans, Helene Wilhelmsen, í samtali við TV2.

19 árum síðar lést Marius af völdum sjúkdóms.

Á skírdag fór Helen niður í fjöru við sumarhúsið og gekk þar um til að athuga hvort hún fyndi eitthvað áhugavert.

„Mér hefur alltaf fundist gaman að fara í fjöruna til að sjá hvort ég finni eitthvað. Þetta var fyrsta flöskuskeytið sem ég hef fundið. Ég hljóp því til mannsins míns að sýna honum hvað ég fann.“

Sagði Helene.

Marius Wilhelmsen

Hún opnaði flöskuna, plastflösku, en varð að skera hana í tvennt til að ná bréfinu út. Þegar hún stóð með bréfið í höndunum áttaði hún sig á hver hafði kastað flöskunni í hafið fyrir rúmlega 20 árum.

Á bréfinu var teikning og nafn bróður hennar og dagsetningin 14. maí 1996. Þetta var skrifað af eldri bróður þeirra, þeim sem hjálpaði Marius að kasta flöskuskeytinu í sjóinn.

„Ég varð djúpt snortin og gráti nærri. Að hugsa sér að þetta skyldi reka á land hér, til mín.“

Sagði Helene sem sagði Marius hafa verið góðan mann, hann hafi verið hjálpsamur og fyndinn.

„Ég grét og hugsaði með mér að þetta væri merki frá honum til okkar. Ég hef margoft beðið hann um að senda mér merki og ég er viss um að flöskuskeytið var það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar