fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Þakkar fyrir að þau þjáðust ekki: Missti eiginkonu sína og tvö börn á Sri Lanka

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 11:16

Mynd: Skjáskot Mail Online

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ben Nicholson, 43 ára breskur lögfræðingur, varð fyrir þeirri ömurlegu lífsreynslu að missa eiginkonu sína og tvö börn í hryðjuverkunum á Sri Lanka á páskadag. Eiginkona hans, Anita og börnin Alex og Annabel, 14 og 11, ára, voru að borða morgunmatinn þegar tveir menn gengu inn í morgunverðarsalinn og sprengdu sig í loft upp.

Í morgun var staðfest að 310 væru látnir eftir hörmungarnar á páskadag en ekki er útilokað að tala látinna muni halda áfram að hækka í dag. Margir eru illa slasaðir á sjúkrahúsi.

Ben sást ganga um götur Colombo, alblóðugur, eftir sprengjuárásina þar sem hann leitaði upplýsinga um afdrif fjölskyldu sinnar. Ben hefur nú tjáð sig um atburðina á páskadag og segist hann geta huggað sig við það að eiginkona hans og börn hafi ekki þjáðst heldur látist að líkindum samstundis.

Fjölskyldan var í fríi á Sri Lanka en þegar sprengjumennirnir gengu inn var fjölskyldan að borða morgunmat á annarri hæð hótelsins í Colombo.

Í yfirlýsingu sem Ben sendi frá sér minnist hann eiginkonu sinnar og barna með hlýjum orðum. „Anna var stórkostleg eiginkona og kærleiksrík móðir tveggja barna okkar,“ sagði hann og bætti við að börnum þeirra hafi beðið björt framtíð. „Við vorum svo stolt af þeim og hlökkuðum mikið til að sjá þau vaxa úr grasi.“

Ben var ekki inni í morgunverðarsalnum þegar árásin var gerð en hann meiddist þó örlítið þegar hann fékk sprengjubrot í sig. Breskir fjölmiðlar fjölluðu á páskadag um blóðugan ferðamann sem sást ganga um götur borgarinnar í leit að fjölskyldu sinni. Umræddur maður var Ben.

Eiginkona Bens var einnig lögfræðingur en þau störfuðu bæði í Singapúr.

Talið er að öfgasamtökin Nathonal Towheed Jamaath (NTJ) hafi staðið fyrir hryðjuverkaárásunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður