fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Nýfæddur drengur er með erfðaefni þriggja foreldra sinna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egg frá móðurinni, sæði frá föðurnum og annað egg frá eggjagjafa. Þetta notuðu tvær frjósemisstofur á Spáni og Grikklandi til að hjálpa 32 ára grískri konu að eignast barn. Um er að ræða nýja aðferð við glasafrjóvgun. Konan hafði áður farið í gegnum fjórar hefðbundnar glasafrjóvganir en án árangurs.

BBC skýrir frá þessu. Læknarnir, sem komu að málinu, segja að hér hafi blað verið brotið í sögu læknisfræði. Samkvæmt frétt BBC þá er barnið, drengur sem fæddist 9. apríl, með smávegis af erfðaefni hinnar konunnar, eggjagjafans, auk erfðaefnis frá föður sínum og móður.

Við hefðbundna glasafrjóvgun er egg tekið úr eggjastokki móðurinnar og það frjóvgað með sæði mannsin en í þessu tilfelli var hvatbera-dna úr eggi hinnar konunnar einnig notað.

Þessi aðferð var fyrst notuð í Newcastle á síðasta ári. Einn læknanna, sem stóðu að frjóvgun grísku konunnar, sagði í samtali við BBC að nú væri hægt að aðstoða konur sem hafa ekki getað eignast börn með hefðbundinni glasafrjóvgunaraðferð.

Margir læknar eru ósáttir við þessa aðferð og telja ekki ljóst hvaða áhætta geti falist í notkun hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 4 dögum

Straumhvörf í Asíu – Taívan heimilar samkynhneigðum að ganga í hjónaband

Straumhvörf í Asíu – Taívan heimilar samkynhneigðum að ganga í hjónaband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur sig hafa leyst dulmálið í einni sérkennilegustu bók heims

Telur sig hafa leyst dulmálið í einni sérkennilegustu bók heims