fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Skátaforingjar afhjúpaðir í Bandaríkjunum: Mörg þúsund gerendur og enn fleiri fórnarlömb

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem barnaníð hafi þrifist í óhugnanlegum mæli svo áratugum skiptir í bandarísku skátahreyfingunni. Þetta segir Jeff Anderson, lögmaður, sem fer með fjölmörg mál fyrrverandi liðsmanna skátahreyfingarinnar. Skjólstæðingar hans eiga það sameiginlegt að hafa orðiðfyrir grófu kynferðisofbeldi þegar þeir voru börn í skátunum..

Í frétt Fox kemur fram að rannsókn Andersons og teymis hans hafi leitt í ljós að meintir gerendur á árunum 1944 til 2016 hafi verið 7.819 talsins. Fórnarlömbin á sama tímabili hafi verið vel yfir tólf þúsund.

Anderson kynnti þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann bætti við að það versta væri að bandaríska skátahreyfingin hafi haldið hlífiskildi yfir meintum gerendum og haldið nöfnum þeirra leyndum. Þó að meintum gerendum hafi verið meinað að starfa í skátunum hafi þeir getað haldið lífi sínu áfram svo til óáreittir og unnið hefðbundin störf, til dæmis í kringum börn.

Anderson á von á því að mál skjólstæðinga hans komi til kasta dómstóla síðsumars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar