fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Þau björguðu lífi heimilislauss manns – Komust síðan að því sem hann hafði haldið leyndu í 40 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 06:56

Stephanie ræðir við Alan. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 22. desember síðastliðinn voru hjónin Stephanie og Al Blackbird að versla í Scottsdale í Arizona í Bandaríkjunum. Alan Vandevander var einnig í versluninni. Þessi eldri maður virtist hálf ringlaður þar sem hann stóð með fimm dollara seðil í höndunum. Hjónin áttuðu sig strax á að eitthvað var að hjá Alan og ákváðu að aðstoða hann.

„Við sáum hann halda á fimm dollara seðli í höndunum, hann gekk bara í hringi. Honum virtist líða illa, vera ringlaður og við gátum ekki bara farið.“

Sagði Al í samtali við ABC 15. Þau ræddu við Alan sem sagði þeim að hann væri að leita að ákveðinni sælgætistegund til að koma jafnvægi á blóðsykurmagnið. Hjónin buðu honum að kaupa sælgætið sem hann þurfti en þau höfðu veitt því athygli að hann var mjög horaður, eiginlega á mörkum þess að vera vannærður. Þau keyptu því einnig vatn og mat handa honum.

Alan sagði þeim síðan að hann hefði búið í eyðimörk í Arizona undanfarin 20 ár. Þau skildu síðan og hjónin héldu heim á leið.

En örlög Alan og saga hans sóttu á hjónin og á Þorláksmessu óku þau út í eyðimörkina til að leita að Alan. Þau höfðu nokkrar vísbendingar um hvar hann héldi sig. Eftir um tveggja klukkustunda leit sáu þau litlar tjaldbúðir í eyðimörkinni og þar var Alan. Hann vildi ekki þiggja neina aðstoð frá þeim, stolt hans kom í veg fyrir það. En eftir langt samtal við hjónin féllst Alan á að taka við mat og öðrum nauðsynjum frá þeim. Þau fóru síðan með hann á sjúkrahús enda var hann greinilega veikur. Hann var vannærður, þjáðist af vökvaskorti og hafði auk þess fengið hjartaáfall.

Ótrúleg saga

Á sjúkrahúsinu fengu þau síðan að heyra sögu hans. Hann hafði horfið sporlaust fyrir 40 árum. Systur hans, sem búa í Indiana, höfðu leitað að honum en hættu síðan að leita því þær töldu að hann væri látinn. Æskuár systkinanna voru erfið, heimilisaðstæðurnar voru mjög erfiðar og móðir þeirra var myrt þegar börnin  voru ung að árum.

„Ég hélt að ég myndi aldrei heyra frá honum aftur.“

Sagði Julie systir hans en hún hætti að leita að honum 1990 og hafði ekki heyrt í honum síðan snemma á níunda áratugnum.

En þökk sé Al og Stephanie komust systurnar í samband við Al og ræddu við hann í síma að kvöldi Þorláksmessu.

Alan og Blackbird hjónin.

Alan er uppgjafarhermaður úr Víetnamstríðinu. Hann var sæmdur Purple Heart orðunni en hana hljóta hermenn sem særast eða falla í stríðsátökum.

Ekki hefur verið skýrt frá hvar hann var eða gerði öll þessi ár sem hann var „týndur“ en vitað er að margir uppgjafarhermenn glíma við andlega erfiðleika og eiga erfitt með að fóta sig í lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar