fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Þessi maður vann tugi milljarða – Hætti í vinnunni tveimur dögum síðar

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og fjögurra ára karlmaður í Wisconsin í Bandaríkjunum, Manuel Franco, datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann var með allar tölurnar réttar í Powerball-lottóinu vestan hafs.

Um er að ræða þriðja stærsta lottóvinning sögunnar í Bandaríkjunum, 768 milljónir dala.

Manuel sagði við bandaríska fjölmiðla að hann hafi fengið þá tilfinningu að hann yrði heppinn, daginn sem hann keypti miðann. Útdrátturinn fór fram þann 27. mars síðastliðinn og keypti Manuel nokkra tíu dollara miða umræddan dag. Hann trúði vart eigin augum þegar hann fór í gegnum miðana og sá að hann hefði unnið þann stóra.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær þar sem Manuel var kynntur vildi hann ekki veita of miklar upplýsingar um persónulega hagi, eðlilega kannski. Hann viðurkenndi að hann hefði þó sagt upp í vinnunni, tveimur dögum eftir að hafa unnið þann stóra.

Þó að Manuel hafi unnið 768 milljónir dala í það heila valdi hann að fá eingreiðslu. Það þýðir að heildar upphæðin lækkar og fer niður í 477 milljónir dala, eða 326 milljónir eftir skatt. Manuel ætti þó að geta haft það þokkalegt á næstu árum enda fær hann sem nemur 39 milljörðum króna inn á bankareikninginn sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar