fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ung systkin lifðu sprengingu af á Sri Lanka og flúðu – Hlupu beint inn í annan sjálfsvígssprengjumann og létust

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 05:53

Daniel og Amelie Linsey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku systkinin Daniel Linsey, 19 ára, og Amelie Linsey, 15 ára, voru stödd í matsal Shangri-La hótelsins í Colombo á Sri Lanka á páskadag þegar sjálfsvígssprengjumaður sprengdi sig í loft upp við morgunverðarhlaðborðið. Systkinin voru þar að snæða morgunverð með föður sínum, Matthew Linsey. Þau áttu pantað flug heima síðar um daginn.

Á einhvern ótrúlega hátt lifðu systkinin og faðir þeirra sprenginguna af. Þau hlupu síðan út úr matsalnum því þau óttuðust að önnur sprengja yrði sprengd þar. Systkinin voru á undan og faðir þeirra aðeins á eftir þeim. Skyndilega heyrðist önnur sprenging. Önnur sprengja hafði sprungið og nú í anddyri hótelsins. Algjört myrkur lagðist yfir. Þegar Matthew fann börnin sín loksins voru þau bæði meðvitundarlaus.

„Ég gat ekki hreyft þau. Sonur minn leit verr út en dóttir mín.“

Sagði hann í samtali við The Times.

Kona sagði Matthew að hún myndi taka dóttur hans en hann reyndi sjálfur að bera son sinn að sjúkrabíl.

„Við fórum með hann á sjúkrahúsið. Ég hrópaði: „Hjálp, gerið það hjálpið okkur, gerið það hjálpið okkur.““

Skömmu síðar var honum tilkynnt að bæðið börnin væru látin.

Daily Mail hefur eftir David Linsey, elsta syni Matthew, að fjölskyldan skilji þetta ekki og hann geti ekki lýst því hversu hræðilegt þetta sé.

„Maður heldur að þetta komi ekki fyrir mann sjálfan eða fjölskyldu manns. Við söknum þeirra svo mikið. Faðir minn er í sjokki og segir ekki margt. Hann reynir að vera sterkur fyrir móður mína og 12 ára bróður minn.“

Yfirvöld á Sri Lanka staðfestu í morgun að 359 væru látnir eftir ódæðisverkin á páskadag. Tugir svífa á milli heims og helju á sjúkrahúsum og viðbúið er að dánartalan hækki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?