fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Greindist með óskurðtækt lungakrabbamein – Segir það vinnuveitandanum að kenna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Neale vann sem sölumaður fyrir tóbaksframleiðandan Rothmans í fjögur ár. Í starfi sínu fékk hann gefins tólf hundruð sígarettur á mánuði til að gefa öðrum, eða til persónulegra nota.

Á tímum hafði Neale um þrjátíu þúsund sígarettur í skotti bifreiðar sinnar og varð fljótt stór reykingamaður.

Nú eru lögmenn hans að hóta fyrrum vinnuveitanda Neales lögsókn. Þeir halda því fram að vinnuveitandinn hafi vitað af því að reykingar voru hættulegar og fíknivaldandi.

Neale greindist með óskurðtækt lungnakrabbamein á síðasta ári. Eftir greininguna hætti hann að reykja.

„Þegar ég starfaði fyrir Rothmans hætti ég reykja bara stökum sinnum í félagsskap og varð stórreykingamaður því ég hafði svo greiðan aðgang að sígarettum.

„Í haust greindist ég með óskurðtækt lungnakrabbamein og það var mikið áfall. Verst fannst mér að segja börnunum mínum frá greiningunni.“

„Lungakrabbameinið er bein afleiðing af störfum mínum fyrir Rothmans“

Deborah Arnott, framkvæmdastjóri samtaka sem berjast gegn reykingum hefur gefið út að samtökin muni beita sér fyrir því að tóbaksframleiðandin upplýsi um stefnur sínar varðandi tóbaksgjafir til almennings og starfsfólks.

„Stóru tóbaksframleiðendurnir auglýsti vörur sínar en földu sig samtímis fyrir almenningi og starfsfólki sínu, sem er sönnun út af fyrir sig að þeir hafi vitað hversu ávanabindandi reykingar eru.“

„Við hvetjum alla sem þjást af sjúkdómum tengdum reykingum, sem byrjuðu að reykja fyrir 1990 að stíga fram, hafa samband og deila sögu sinni með okkur. Tóbaksframleiðendur þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sínum“

Simon Cleverly, sem er háttsetur hjá framleiðandanum, hefur sagt að starfsfólk þeirra hafi á árum áður átt kost á því að fá mánaðarlegan skammt af sígarettum frá fyrirtækinu. Hann hefur þó haldið því fram að sígaretturnar hafi uppfyllt allar reglur og verið fyllilega merktar sem heilsuspillandi.

„Á nokkrum mörkuðum, um það bil sex af 200, voru þessar síagrettugjafir hluti af kjarasamningsbundnum starfskjörum og öllum reglum, sem og viðvörunamerkingum, var fylgt.“

Lögmaður Neale segir: „Við viljum meina að með því athæfi að gefa starfsfólki gífurlegt magn af ávanabindandi og krabbameinsvaldandi sígarettum, þeim að kostnaðarlausu og með því að skapa umhverfi fyrir starfsfólk þar sem beinlínis er hvatt til reykinga, hafi verið framið stórfellt brot gegn skyldum vinnuveitandans gagnvart starfsmönnum“

 

Frétt The Metro

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar