fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Léttist um rúm 60 kíló eftir að hamborgara var kastað í hana

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kym Fisher, þrítug móðir í Basingstoke á Englandi, tók lífsstíl sinn algjörlega í gegn eftir miður skemmtilega lífsreynslu í mars 2015. Kym hafði lengi glímt við ofþyngd en segja má að umrætt atvik, eins ömurlegt og það nú var, hafi ekki bara haft neikvæðar afleiðingar í för með sér.

Þannig er mál með vexti að Kym var í bifreið sinni ásamt fjögurra ára dóttur þegar ökumaður sendibifreiðar ók næstum á bifreið hennar. Ökumaðurinn kenndi Kym um, skrúfaði niður rúðuna og hraunaði yfir hana.

„Ég flautaði á hann en hann gjörsamlega brjálaðist,“ segir hún við LadBible og bætir við að bílstjóranum hafi verið tíðrætt um holdarfar hennar. Að endingu hafi hann kastað hamborgara í hana og látið enn frekari neikvæðar athugasemdir um líkama hennar fylgja.

Kym segir að í kjölfarið hafi hún ákveðið að breyta um lífsstíl. Þetta atvik hafi átt stóran þátt í því en einnig athugasemdir frá móður hennar. Það er skemmst frá því að segja að á undanförnum tveimur árum hefur Kym lést um rúm sextíu kíló.

Kym segist stunda ræktina sex sinnum í viku og hún segist finna fyrir ýmsum breytingum til hins betra. Þannig getur hún leikið við unga dóttur sína án þess að verða móð.

Auk þess að stunda ræktina gerði Kym ákveðnar grundvallarbreytingar á mataræðinu sem skiluðu árangri. Hún minnkaði neyslu á skyndibita verulega og fór í auknum mæli að útbúa matinn sjálf frá grunni. Í dag er hún rétt rúm 70 kíló og hefur sjaldan liðið betur. „Mér líður stórkostlega og sjálfstraustið hefur aukist verulega.“

Á sínum yngri árum var Kym í ágætu formi en það fór að síga á ógæfuhliðina eftir að hún varð ólétt af dóttur sinni. „Þá missti ég algjörlega tökin. Ég borðaði allt og bjó nánast á McDonald‘s. Það er McDonald‘s-staður rétt hjá heimilinu mínu og ég vandi mig á að borða morgunmatinn þar. Eftir vinnu kom ég svo við þar og fékk mér að borða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Í gær

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona áreitti 13 ára dreng kynferðislega á almannafæri

Kona áreitti 13 ára dreng kynferðislega á almannafæri