fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Rak upp stór augu þegar hann gekk fram á gervifót – Hvaðan kom hann?

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður á búgarði einum í norðurhluta Kaliforníu rak upp stór augu á dögunum þegar hann gekk fram á gervifót sem klæddur var í bláan Nike-skó.

Fundurinn vakti talsverða athygli – jafnvel hroll – enda umræddur staður ekki beint fjölfarinn og ekki algengt að eitthvað finnist á landareigninni, hvað þá eitthvað þessu líkt.

Maðurinn sem um ræðir hafði samband við lögreglu og bað hana að koma á svæðið og kanna málið. Ef til vill hefði kannski eitthvað saknæmt átt sér stað.

En svo reyndist aldeilis ekki vera og átti málið allt sínar eðlilegu skýringar, ef svo má segja. Maður að nafni Dion hafði nokkru áður verið í fallhlífarstökki en svo óheppilega vildi til að hann missti fótinn í stökkinu. Þannig vildi til að hann lenti á umræddum búgarði.

Dion og félagar hans höfðu gengið um svæðið og leitað að gervifætinum en án árangurs. Að sögn lögreglu var Dion mjög ánægður að fá fótinn aftur enda kostar hann hátt í tvær milljónir íslenskra króna. Hann var ekki síður þakklátur fyrir það að fóturinn hafi ekki lent á neinum eða skemmt eitthvað. Það hafi verið fyrir mestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 4 dögum

Straumhvörf í Asíu – Taívan heimilar samkynhneigðum að ganga í hjónaband

Straumhvörf í Asíu – Taívan heimilar samkynhneigðum að ganga í hjónaband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur sig hafa leyst dulmálið í einni sérkennilegustu bók heims

Telur sig hafa leyst dulmálið í einni sérkennilegustu bók heims