fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Krísa í bresku konungshöllinni – „Allir vita hvað gerðist“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 05:59

Bræðurnir og eiginkonur þeirra þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við fréttir breskra fjölmiðla þá er mikið ósætti á milli Vilhjálms ríkisarfa og Harry bróður hans þessar vikurnar. Einnig hefur mikið verið fjallað um ósætti Katrínar hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms, og Meghan Markle, eiginkonu Harry. Fréttir hafa verið fluttar af valdabaráttu á milli hjónanna, deilur um hvernig er komið fram við starfsfólk hirðarinnar og annað. Þetta hefur að vonum vakið mikla athygli enda eru bræðurnir þekktir fyrir að vera mjög nánir. En breskir fjölmiðlar standa einnig frammi fyrir ákveðnum vanda í tengslum við þessa umfjöllun.

Í mars skýrði The Sun frá því að Katrín hertogaynja hefði bundið enda á vináttu sína við bestu vinkonu sína, Rose Hanbury. Haft var eftir heimildamanni að þær hefðu rifist og upp úr vináttu slitnað í kjölfarið. Þetta vakti athygli enda stóðu þær hvor annarri nærri. Fréttin vakti mikla athygli og fleiri dagblöð, til dæmis Daily Telegraph sem telst mun virðulegra blað en The Sun, byrjaði að fjalla um málið. En einn hængur var á þessu öllu saman, efnið var og er eiginlega of viðkvæmt til að breskir fjölmiðlar geti fjallað um það.

Giles Coren, matrýnir The Times, reyndi þó að skýra orsakasamhengið í stuttri færslu á Twitter:

„Já, þetta snýst um framhjáhald. Allir vita hvað gerðist, elskan.“

Skömmu síðar var tístið fjarlægt.

Í Bretlandi er til fyrirbærið „gag order“ en það þýðir að fjölmiðlum er óheimilt að birta viðkvæmar upplýsingar. „Gag order“ er yfirleitt gefið leynilega út af ríkisstjórninni og felur í sér að fjölmiðlar fallast sjálfviljugir á að birta ekki ákveðnar upplýsingar. Oft er síðan skýrt frá þessu samkomulagi, „gag order“, löngu síðar. Hvort svo sé í þessu máli kemur væntanlega í ljós síðar.

En bandarískir fjölmiðlar eru ekki bundir af „gag order“. Meðal þeirra er Instyle sem hefur að sögn Aftonbladet byrjað að fjalla um málið og segir að Vilhjálmur ríkisarfi og Rose Hanbury hafi átt í ástarsambandi. Sambandið mun hafa reitt Harry svo til reiði að hann vill ekki hafa neitt saman við bróður sinn að sælda.

Deilur bræðranna hafa gengið svo langt að Harry og Meghan hafa rætt um að flytja til Afríku.

Rose Hanbury og fjölskylda hennar hafa lengi verið vinir konungsfjölskyldunnar. Rose er 35 ára og er gift hinum 58 ára David Rocksavage. Bæði hún og Katrín hertogaynja vita af orðróminum og hafa hótað að stefna breskum fjölmiðlum fyrir dóm ef þeir skrifa um meint ástarsamband Vilhjálms ríkisarfa og Rose.

En hvort eitthvað er satt og rétt í þessu öllu á væntanlega eftir að koma í ljós en þangað til mun orðrómurinn væntanlega halda áfram að grassera á Bretlandseyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig