fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Verkfall hjá flugmönnum SAS – Hefur áhrif á 72.000 farþega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 05:58

Flugvél frá SAS. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugmenn hjá skandinavíska flugfélaginu SAS hófu verkfallsaðgerðir í morgun eftir að samningaviðræður á milli þeirra og flugfélagsins fóru út um þúfur. Verkfallið hefur víðtæk áhrif og hefur 673 flugferðum verið aflýst í dag. Þar á meðal eru flug félagsins frá Kaupmannhöfn og Osló til Keflavíkur nú í morgun.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að verkfallið hafi áhrif á 72.000 farþega. 1.500 flugmenn eru í verkfalli. Haft er eftir Henrik Thyregod, formanni danska stéttarfélags flugmanna SAS, að mikið beri í milli samningsaðila. Hann vísaði fullyrðingum SAS, um að kröfur flugmanna séu ósanngjarnar, á bug.

Hann sagði að samningaviðræður hafi staðið yfir undanfarinn mánuð og snúist um vinnuskilyrði flugmanna. Þeir vilji fá sömu góðu vinnuskilyrði og flugmenn annarra lággjaldaflugfélaga búa við þar sem vinnuáætlunin sé fyrirsjáanleg. Þeir fljúgi í fimm daga og eigi síðan fjögurra daga frí samkvæmt föstu vaktkerfi. Hjá SAS sé það hins vegar þannig að nær allir flugmenn félagsins vinni eftir kerfi sem hefur í för með sér að þeir vita ekki hvenær þeir eiga frí. Þeir fái vakttöflu 14 dögum áður en hún tekur gildi og vinni allt að sjö helgar í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur