fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

9 ára drengur grunaður um að hafa skotið móður sína til bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. maí 2019 05:59

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára drengur hefur verið vistaður í ungmennafangelsi í St. Joseph County í Michigan í Bandaríkjunum síðan á mánudag. Hann er grunaður um að hafa skotið móður sína til bana með haglabyssu eftir að þau rifust.

ABC News skýrir frá þessu. Haft er eftir Reagan Martin, systur drengsins, að hann glími við andleg veikindi og hafi líklegast „snappað“ þegar hann skaut móður sína. Hún sagðist ekki vita hvernig honum tókst að ná í haglabyssuna sem var venjulega geymd í læstum skáp á heimili þeirra. Hún sagðist fullviss um að bróðir hennar hafi ekki ætlað að verða móður þeirra að bana heldur hræða hana.

Drengurinn var ættleiddur af fjölskyldunni fyrir þremur árum en hafði búið hjá henni síðan hann var mjög ungur.

Talsmaður lögreglunnar sagði að drengurinn hafi nú þegar undirgengist geðrannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar