fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Bandaríkin hækka tolla á kínverskar vörur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. maí 2019 08:01

Trump hefur lengi kvartað yfir framferði Kínverja í viðskiptum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hækkuðu í morgun tolla á kínverskar vörur eins og Donald Trump, forseti, boðaði fyrr í vikunni. Samninganefndir ríkjanna funduðu í gær til að leita lausna á deilum ríkjanna um tolla- og viðskiptamál en án árangurs. Viðræðunum verður þó haldið áfram í dag.

Kínversk stjórnvöld sögðu í morgun að þau muni bregðast við tollunum en skýrðu ekki nánar frá hvernig. Þau hafa áður hótað að hækka tollar á bandarískar vörur.

Með hækkuninni í morgun hækka tollar á kínverskar vörur, sem eru fluttar til Bandaríkjanna, úr tíu prósentum í 25 prósent. Þessir tollar ná til vara að verðmæti 200 milljarða dollara. Löndin hafa lengi deilt á viðskiptasviðinu en hafa ekki náð saman um viðskiptasamning.

Donald Trump hefur verið harðorður í garð Kínverja vegna viðskipta ríkjanna og hefur sagt að þeir hafi svikið fyrri samninga margoft. Þessu vísa Kínverjar á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar