fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Enn vex spennan við Persaflóa – Bandarískar B52 sprengjuflugvélar sendar á svæðið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. maí 2019 18:30

B52 sprengjuflugvél að lenda í Katar. Mynd:Bandaríkjaher

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn fer spennan við Persaflóa vaxandi en deilur Íran og Bandaríkjanna virðast vera að harðna. Fyrr í vikunni tilkynntu bandarísk stjórnvöld að flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln haldi nú til Persaflóa ásamt flotadeild sinni vegna óskilgreindrar ógnar sem stafi af Íran. Í gær bættust síðan B52 sprengjuflugvélar við viðbúnað Bandaríkjanna í heimshlutanum en þær lentu í stórri bandarískri herstöð í Katar.

Bandaríski flugherinn birti í nótt myndir sem voru teknar af vélunum þegar þær lentu í Katar. Fleiri vélar þessarar tegundar lentu síðan á flugvöllum í Suðvestur-Asíu á miðvikudaginn sagði talsmaður flughersins og skýrði ekki nánar frá í hvaða landi. Bandaríkjaher hefur að undanförnu sagt að Al Dhafra og Al Udeid herstöðvar hans í Sameinuðu arabísku furstadæmunum séu í „Suðvestur-Asíu“.

Vélarnar sem komu til Katar í gær eru frá herstöð í Louisiana.

Efnahagur Íran á nú í vök að verjast vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna og á landið erfitt með að selja olíu úr landi vegna þess. Þetta hefur í för með sér efnahagslegar þrengingar og verðbólgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug