fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Fyrir 21 ári veðjaði hann 10 pundum á 8 ára dreng – Græddi 10.000 pund á veðmálinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. maí 2019 21:00

Judd Trump. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega sigraði Judd Trump, 29 ára, í Betfred World Snooker Championship og varð þar með heimsmeistari í snóker. Hann lagði  John Higgins að velli og var sigurinn ansi öruggur eða 18-9. Þetta var að vonum stór áfangi hjá Trump en dagurinn var líka góður fyrir Neil Morrice, 62 ára, því hann græddi 10.000 pund á sigrinum út af 21 árs gömlu veðmáli.

Það var 1998 sem Morrice sá Trump spila snóker í fyrsta sinn en þá mætti sonur Morrice honum. Morrice heillaðist gjörsamlega af hæfileikum Trump og ákvað að kanna hvaða veðhlutföll væri boðið upp á varðandi Trump hjá veðmálafyrirtækinu Coral.

Þar veðjaði hann 10 pundum á að Trump yrði heimsmeistari í snóker fyrir þrítugt. Veðhlutföllinn voru 1 á móti 1.000 þannig að fyrir þessi 10 pund fékk hann 10.000 pund.

Trump komst í úrslit heimsmeistarakeppninnar 2011 en tapaði þá fyrir John Higgins. En nýlega hefndi Trump ósigursins og sigraði Higgins í sömu keppni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn og Morrice 10.000 pund um leið.

Morrice var í raun að renna út á tíma með veðmálið því Trump verður þrítugur í ágúst næstkomandi og þá hefði veðmálið fallið úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar