fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Ofskynjunarsveppir afglæpavæddir í fyrsta sinn í Bandaríkjunum

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 10. maí 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofskynjunarsveppir verða afglæpavæddir í borginni Denver í Bandaríkjunum og verður borgin þar með sú fyrsta vestan hafs sem gerir það.

Þetta mun þó ekki þýða að sala á sveppunum verði lögleg heldur mun breytingin gera það að verkum að sveppirnir munu ekki lengur teljast til hættulegra eiturlyfja. Leyfilegt verður að hafa sveppina undir höndum og neyta þeirra svo lengi sem viðkomandi hefur náð 21 árs aldri. 

Baráttumenn frumvarpsins segja að sveppirnir geti hjálpað fólki sem glímir við vandamál eins og áfallastreituröskun eða áráttu- og þráhyggjuröskun.

Þrátt fyrir að sveppirnir hafi þessi jákvæðu einkenni, að sumra mati, eru þeir í efsta flokknum yfir hættuleg eiturlyf í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Á þeim lista eru einnig eiturlyfin heróín, LSD og MDMA svo dæmi séu tekin. Breytingin í Denver mun hins vegar setja sveppina í allt annan flokk og þannig gera það að verkum að handtökur og ákærur vegna þeirra muni allt að því hverfa. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar