fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Tveir rússneskir leyniþjónustumenn dæmdir fyrir valdaránstilraun í Svartfjallalandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. maí 2019 06:50

Eduard Shishmakov og Vladimir Popov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Svartfjallalandi hefur dæmt 13 manns til refsingar fyrir aðild að valdaránstilraun 2016. Meðal hinna sakfelldu eru tveir Rússar sem eru taldir vera leyniþjónustumenn og njósnarar. Suzana Mugosa, saksóknari, sagði að Rússarnir tveir, þeir Eduard Shishmakov og Vladimir Popov, hafi verið sakfelldir fyrir „tilraun til hryðjuverka“ og „uppbyggingu glæpasamtaka“.

Shismakov var dæmdur í 15 ára fangelsi og Popov í 12 ára fangelsi. Þeir voru ekki viðstaddir réttarhöldin þar sem yfirvöldum tókst ekki að handsama þá.

Sky segir að í dómsorði komi fram að hópurinn hafi ætlað að taka þingið yfir á kjördag þann 16. október 2016, myrða þáverandi forsætisráðherra, Milo Djukanovic, og koma nýrri stjórn, hlynntri Rússum og andvígri NATO, á valdastól. Lögreglunni tókst að koma í veg fyrir valdaránið eftir að ábending barst frá erlendri leyniþjónustu um að það væri yfirvofandi.

Svartfjallaland fékk sjálfstæði 2006 og gekk í Nato 2017 þrátt fyrir mikla andstöðu rússneskra stjórnvalda sem hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt valdaránstilrauninni.

Svartfjallaland er klofið í herðar niður stjórnmálalega séð. Stór hluti íbúanna vill nánari tengsl við önnur Evrópuríki en töluverður hluti landsmanna vill frekar náin tengsl við Moskvu.

Rússarnir tveir eru sagðir hafa skipulagt og stýrt valdaránstilrauninni frá Serbíu. Þarlend yfirvöld, sem eru hliðholl Rússum, leyfðu þeim að fara úr landi þrátt fyrir að vitað hafi verið að þeir voru með háþróaðan njósnabúnað með sér og hafi notað hann í Serbíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“