fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Umdeild ummæli dansks stjórnmálamanns – „Best ef ekki væri einn einasti múslimi eftir á jörðinni“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. maí 2019 06:59

Rasmus Paludan í mótmælagöngu á vegum Stram Kurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í Danmörku þann 5. júní er nú í fullum gangi og eitt og annað kemur upp á yfirborðið í henni. Í gær fjölluðu danskir fjölmiðlar mikið um orð Rasmus Paludan, formanns Stram Kurs, frá því í desember á síðasta ári þegar hann sagði að „lokamarkmiðið“ væri að engir múslimar væru eftir á jörðinni.

Þessi orð lét hann falla í myndbandi sem hann birti á YouTube. Það var tekið upp í New Jersey í Bandaríkjunum og er Paludan með Freedom Tower á Manhattan í bakgrunni. Þar stóð World Trade Center áður en eins og kunnugt er eyðilögðust þær byggingar í hryðjuverkaárásunum í september 2001.

Í lok myndbandsins segir Paludan:

„Þetta er orrusta – og óvinurinn er íslam og múslimar. Við getum byrjað á að sjá til þess að óvinurinn sé ekki í landinu okkar, Danmörku, og síðan getum við hugsanlega aðstoðað önnur lönd við að losna við þá. Best væri auðvitað ef það væri ekki einn einast múslimi eftir á jörðinni okkar og ég vona að það gerist dag einn því þá höfum við náð endanlegu markmiði okkar af öryggi.“

Jacob Mchangama, lögmaður og forstjóri hugveitunnar Justitia, sagði í samtali við Berlingske að hann telji Paludan brjóta hegningarlögin með ummælum sínum. Hann geti ekki skilið orð hans öðruvísi en að markmiðið sé að útrýma múslimum.

„Hvenær höfðum við síðast stjórnmálamann sem hvatti til þjóðarmorðs? Hann vill í grunninn drepa tvo milljarða manna.“

Paludan er þó ekki sammála því að hann hvetji til ofbeldis gegn múslimum því útrýming þeirra á að fara fram án þess að einum einasta blóðdropa verði úthellt.

„Það sem ég óska er að allir múslimar skipti annaðhvort um trú eða leggi trú sína niður. Það væri líka best fyrir múslimana sjálfa því það myndi veita þeim persónulegt frelsi.“

Sagði Paludan.

Í myndbandinu segir hann þó:

„Það eina sem múslimar skilja, höfum við frá Bill Warner, er yfirþyrmandi líkamleg valdbeiting. Það er það eina sem múslimar skilja og virða.“

https://www.youtube.com/watch?time_continue=8&v=Ml62afEvRXY

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?