fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Vildi losna við eiginkonuna en fékk fangelsisdóm að launum

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 10. maí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Oswaldo Burgos var orðinn þreyttur á eiginkonu sinni og vildi losna við hana. En Antonio ákvað að fara dálítið aðra leið en flestir og það endaði á að kosta hann fangelsisdóm.

Washington Post fjallaði um þetta stórskrýtna mál í vikunni en það skal strax tekið fram að enginn meiddist eða slasaðist í þessari atburðarás.

Þannig er mál með vexti að þann 24. maí í fyrra ók Antonio að skrifstofum útlendingaeftirlitsins í Portland í Oregon. Þar beið hann eftir starfsmanni og elti hann drjúgan spotta, allt þar til umræddur starfsmaður stöðvaði bifreið sína í Vancouver í Washington.

Antonio gaf sig á tal við manninn og sagðist þurfa aðstoð. Hann þyrfti að fá útlendingaeftirlitið til að vísa eiginkonunni úr landi og sagðist Antonio vera reiðubúinn að greiða, undir borðið, fjögur þúsund Bandaríkjadali. Hjónin höfðu flutt saman til Bandaríkjanna frá El Salvador fyrir nokkrum árum en eitthvað hafði hallað undan fæti í samskiptum hjónanna.

Fulltrúi útlendingaeftirlitsins ákvað að þykjast ætla að spila með. Tjáði hann Antonio að hann væri reiðubúinn að aðstoða hann en eins og öllum heiðarlegum starfsmönnum sæmir þá hafði hann tilkynnt yfirmönnum sínum um málið. Ákveðið var að fara í einskonar tálbeituaðgerð þar sem hlerunarbúnaði var meðal annars beitt.

Það var svo um hálfum mánuði síðar, eða þann 6. júní, að Antonio rétti starfsmanninum umslag sem innihélt tvö þúsund dali. Sagðist hann ætla að greiða hina tvö þúsund dalina þegar verkinu væri lokið.

Það var svo þann 29. júní að Antonio var handtekinn og hann ákærður fyrir að múta opinberum starfsmanni. Á mánudag var hann svo dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og verður hann á skilorði næstu þrjú árin. Antonio játaði sök í málinu en refsing við brotum af þessu tagi getur kostað einstaklinga allt að fimmtán ára fangelsi.

Engum sögum fer af því hvort Antonio og eiginkona hans séu enn gift. Það verður þó að teljast ólíklegt miðað við það sem hefur gengið á. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur