fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Óvenjulegt símtal til lögreglunnar frá sex ára dreng

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. maí 2019 20:30

Drengurinn fyrir framan lögreglubílinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn fékk lögreglan í Tallahassee í Flórída óvenjulegt símtal. Á línunni var sex ára drengur, sem hafði hringt án þess að móðir hann vissi, til að segja lögreglunni að hann væri einmana og hvort lögreglumaðurinn, sem svaraði í símann, vildi ekki vera vinur hans.

Það var Joe White sem ræddi við drenginn. Hann útskýrði fyrir honum hvernig neyðarlínan virkar og að ekki mætti hringja í hana með erindi sem þetta. Hann ákvað einnig að fara og hitta drenginn að því er segir í umfjöllun ABC News og sagði honum auðvitað að hann vildi vera vinur hans.

Joe White og drengurinn.

White gaf honum tuskudýr, leyfði honum að sitja í lögreglubílnum og eyddi töluverðum tíma með honum. Þetta hefur að vonum vakið jákvæð viðbrögð á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.

Talsmaður lögreglunnar í Tallahassee sagði að málið væri klassískt dæmi um að lögreglumenn séu manneskjur en ekki vélmenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar