fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Dennis Rodman ásakaður um þjófnað – sjáðu myndband

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 12. maí 2019 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltamaðurinn  fyrrverandi Dennis Rodman sem lék lengi vel í NBA deildinni hefur verið ásakaður um þjófnað í jóga-miðstöð í Kaliforníu-fylki, Bandaríkjunum. Rodman á að hafa stolið varningi sem metinn var á 3500 dollara eða u.þ.b. hálfa milljón íslenskra króna.

Ali Shah, eigandi jógamiðstöðvarinnar Vibes Hot Yoga segir að Rodman hafi ásamt fylgdarliði truflað starfsmann svo þeir gætu stolið klæðnaði af staðnum.

Myndband náðist af atvikinu en þar sjást ferðafélagar Rodman setja föt ofan í tösku, ásamt því að taka stóran kristal-skrautstein sem fellur í jörðina og brotnar.

Rodman sagði þó í viðtali við TMZ að eigandinn hafi sagt honum að taka nokkrar gjafir úr stúdíóinu í skiptum fyrir að hjálp við að flytja skrautsteininn.

„Vegna þess að ég er góð manneskja, þá sagði ég ókei, við skulum færa þennan hlut og viti menn þau kalla það rán, vitiði afhverju? Vegna þess að þetta fyrirtæki sem er kallað Yoga eða eitthvað? Þau eru blönk, ég hef enga þörf fyrir að stela,“ er haft eftir Rodman.

Daginn eftir á Rodman að hafa komið aftur og tekið fleiri vörur.

Lögreglan á svæðinu segir málið vera í rannsókn þó að engin hafi enn verið handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar