fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Dennis Rodman sakaður um óvenjulegan þjófnað

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dennis Rodman hefur verið kærður til lögreglu fyrir þjófnað. Málið þykir allt hið undarlegasta en Rodman er sakaður um að hafa stolið vörum úr húsnæði jógaseturs á Newport Beach ásamt þremur öðrum.

Jógasetrið sem um ræðir heitir Vibes Hot Yoga og segist eigandinn, Ali Shah, eiga það á upptökum öryggismyndavélar þegar Rodman, ásamt þremur öðrum, kom þar við síðastliðinn þriðjudag og gekk út með vörur að verðmæti rúmlega 400 þúsund krónur. Daginn eftir á Rodman að hafa komið aftur, nú með konu í för, og þau gengið út með nokkurt magn fatnaðar.

Að því er fram kemur í frétt Los Angeles Times er lögreglan að rannsaka málið og hefur enginn verið handtekinn í tengslum við það. Rodman tjáði sig um málið við TMZ um helgina og sagði að eigandinn hafi gefið honum vörurnar. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin grafar í málinu.

Rodman þótti býsna litríkur körfuboltamaður á ferli sínum með Detroit Pistons, San Antonio Spurs og Chicago Bulls. Hann vann NBA-deildina fimm sinnum og þótti einn allra besti varnarmaður deildarinnar í mörg ár.

Þess má geta að Rodman fagnar 57 ára afmæli sínu í dag, 13. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar