fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Fá um 3.000 krónur í mánaðarlaun fyrir að framleiða föt fyrir H&M

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. maí 2019 05:59

Fataverksmiðja í Eþíópíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktir fataframleiðendur, þar á meðal sænska keðjan H&M, láta framleiða fatnað fyrir sig í Eþíópíu þar sem starfsfólk í fataverksmiðjum fær greitt sem nemur um 3.000 íslenskum krónum í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Stern-miðstöðvarinnar hjá New York háskóla. Í henni kemur meðal annars fram að ef fatnaður er merktur með Made in Ethiopia þýði það að fólkið sem framleiddi hann fái að meðaltali 26 dollara í mánaðarlaun en það svarar til um 3.000 íslenskra króna.

Fram kemur að fleiri fyrirtæki, þar á meðal Tommy Hilfiger, Calvin Klein, Levis og Guess láti einnig framleiða fatnað fyrir sig í Eþíópíu sem hefur nú haslað sér völl sem ódýrasta saumastofa heims. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að launin dugi starfsfólkinu varla til framfærslu, það geti hvorki lifað af þeim né dáið. Oftast eru það ungar konur, sem leita til stórborganna frá landsbyggðinni, sem vinna við framleiðsluna. Laun þeirra eru aðeins helmingur af meðallaunum í Eþíópíu og duga ekki til framfærslu á svæðum nærri fataverksmiðjunum en þar hefur verð á mat og húsnæði hækkað mikið. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé óalgengt að konurnar búi fjórar saman í einu herbergi, hafi ekki aðgang að rennandi vatni, eldhúsi eða aðstöðu til að geyma fátæklegar veraldlegar eigur sínar. Einnig kemur fram að vinnuaðstæðurnar séu oft slæmar og asískir yfirmenn öskri á konurnar og reki þær áfram, árekstrar séu ekki óalgengir á milli kvennanna og yfirmanna þeirra sem koma úr öðrum menningarheimi.

Svara ekki

Danska ríkisútvarpið spurði H&M hver meðallaunin hjá framleiðendum fyrirtækisins í Eþíópíu væru og hvað fyrirtækið geri til að tryggja betra starfsumhverfi. Einnig var spurt hversu mikið af fatnaði væri framleitt í Eþíópíu fyrir fyrirtækið og hvort fyrirtækið geri eitthvað til að tryggja starfsfólkinu húsnæði á viðráðanlegu verði. Í skriflegu svari frá H&M var þessum spurningum ekki svarað.

Í því segir að H&M hafi skapað um 18.000 störf í Eþíópíu síðan 2013 þegar fyrirtækið samdi fyrst um fataframleiðslu þar í landi. Þar eigi fyrirtækið nú í samstarfi við níu verksmiðjur og sé hlutfall framleiðslunnar lítið í heildarframleiðslu H&M. Fyrirtækið sjái tækifæri til að draga úr atvinnuleysi í landinu og bæta félagslega aðstöðu fólks og stöðu umhverfismála og leggja sitt af mörkum til viðunandi vinnuaðstæðna.

Í skýrslu frá Worker Rights Cosortium, frá því í desember, kemur fram að í fjórum verksmiðjum í Eþíópíu búi starfsfólk ekki við viðunandi aðstæður. Í þremur þeirra er fatnaður framleiddur fyrir H&M. Fram kemur að laun séu dregin af starfsfólki vegna minniháttar yfirsjóna, yfirmenn niðurlægi starfsfólk munnlega, barnshafandi konur sæti mismunun og það líði yfir mikinn fjölda starfsmanna við vinnustöðvar sínar. Í svari við skýrslunni sagði H&M að fyrirtækið taki allar ásakanir um óviðunandi vinnuumhverfi alvarlega og muni taka þær upp við verksmiðjurnar auk þess sem það eigi í samstarfi við ILO, heimssamtök vinnuveitenda, um að tryggja betri aðstæður í Eþíópíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar