fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Flugmaður handtekinn skömmu fyrir flugtak – Grunaður um þrjú morð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. maí 2019 06:59

Christian Richard Martin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn voru farþegar komnir að brottfararhliði einu á Louisville alþjóðaflugvellinum í Kentucky í Bandaríkjunum og biðu þess að ganga um borð. En nokkrum mínútum áður en hleypa átti farþegunum um borð birtust lögreglumenn við brottfararhliðið og fóru um borð í flugvélina og handtóku flugmann hennar, hinn 51 árs Christian Richard Martin. Hann er grunaður um þrjú morð.

„Þetta var eins og atriði í kvikmynd.“

Sagði Ashely Martin, einn farþeganna, í samtali við WDRB sjónvarpsstöðina.

Flugmaðurinn er grunaður um að hafa myrt hjón og nágranna þeirra í Kentucky í nóvember 2015. Þann 18. nóvember fannst Calvin Phillips skotinn til bana á heimili sínu í Pembroke. Lík eiginkonu hans, Pamela, og nágranna þeirra, Edward Dansereau, fundust í bíl í nokkurra kílómetra fjarlægð frá heimili hjónanna.

Calvin og Pamela Phillips og Edward Danserau.

Christian Richard Martin flutti til Norður-Karólínu fljótlega eftir morðin og gekk laus þar til á laugardaginn. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og getur ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar og mun því sitja í varðhaldi þar til réttarhöld í málinu hefjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar