fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Grunaður barnaníðingur gaf sig fram eftir 23 ár á flótta

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. maí 2019 15:10

Wayne Arthur Silsbee. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa verið á flótta undan lögreglunni í 23 ár gaf Wayne Arthur Silsbee, 62 ára, sig fram við lögregluna í Oregon City í Oregon í Bandaríkjunum á föstudaginn. Hann mætti á lögreglustöð og gaf sig fram.

CNN skýrir frá þessu. Silsbee er grunaður um mörg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum á árunum 1995 og 1996. Lögreglan segir að hann hafi brotið gegn stúlkum á aldrinum átta til tíu ára. Hann þekkti þær allar því hann hafði gætt þeirra eða farið með þær á ýmsa viðburði.

Hann á yfir höfði sér margar ákærur fyrir gróf kynferðisbrot.

Fyrstu kærurnar á hendur honum bárust í júlí 1996 og í september það ár lýsti alríkislögreglan FBI eftir honum en þá var hann lagður á flótta. Ekki tókst að hafa hendur í hári hans fyrr en á föstudaginn þegar hann gaf sig fram. Ekki er ljóst af hverju hann ákvað að gefa sig fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Í gær

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona áreitti 13 ára dreng kynferðislega á almannafæri

Kona áreitti 13 ára dreng kynferðislega á almannafæri