fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Háskólakennari grunaður um mannrán

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og sex ára Bandaríkjamaður sem gegnt hefur stöðu aðstoðarprófessors við Penn State University var handtekinn um helgina vegna gruns um mannrán.

Maðurinn sem um ræðir heitir Richard Lomotey og er hann grunaður um að hafa rænt tveimur konum aðfaranótt sunnudags. Richard virðist hafa verið í aukavinnu sem Uber-bílstjóri í Pittsburgh því konurnar höfðu pantað far með Uber og var það Richard sem sótti þær.

Í stað þess að skutla þeim þangað sem þær vildu fara fór Richard með þær á afvikinn stað, sagði þeim að honum þætti þær aðlaðandi. Að svo búnu reyndi hann að læsa bifreiðinni og sagði konunum „að þær væru ekki að fara neitt.“

Í frétt Pittsburgh Post-Gazette kemur fram að konurnar hafi komist úr bílnum og haft samband við lögreglu. Lögreglu tókst svo að finna Richard í gegnum skráningarkerfi Uber. Hann hefur nú verið kærður fyrir mannrán og áreitni og gæti átt fangelsisdóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“