fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hvaða áhrif hefur það ef skordýrin hverfa?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. maí 2019 22:00

Þeir geta orðið rúmlega 5 sm á lengd. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um allan heim eiga skordýr í vök að verjast vegna ágangs okkar mannanna. Við fellum skóga og tökum land til ræktunar og malbikum stór svæði. Allt gerir þetta skordýrum erfitt fyrir og nú er svo komið að 40 prósent af skordýrategundum heimsins eru í útrýmingarhættu.

Rætt hefur verið um að fækkun skordýra geti leitt til þess að færri plöntur frjóvgist og minni fæða verði fyrir dýr sem lifa á skordýrum. Í versta falli geti þetta gert okkur mönnunum erfitt fyrir við að verða okkur úti um ávexti, ber og jafnvel ákveðin dýr sem við borðum.

Niðurstöður rannsókna benda til að fiðrildi, býflugur, geitungar, maurar og bjöllur fari sérstaklega illa út úr þessu öllu. Þumalfingursregla er að þeim mun háðari sem skordýrategund er einni plöntu þeim mun verr fer hún út úr þessari þróun. Helstu ástæðurnar fyrir þessu ástandi hjá skordýrunum, er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar frá því í apríl, skortur á landrými, mengun, vírusar og nýjar og ágengar tegundir auk loftslagsbreytinga.

En það eru ekki allir vísindamenn sem telja að ástandið verði svona alvarlegt ef miða má við umfjöllun Videnskab.dk. Rasmus Ejrnæs, hjá Árósaháskóla, segir að margar þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið séu ekki nægilega vel gerðar því ekki liggi nægilega góð gögn að baki þeim. Þó sé ljóst að á sumum svæðum eigi margar skordýrategundir í vök að verjast en ekki sé hægt að alhæfa að þetta eigi við allsstaðar.

Hann segir enga ástæðu til að óttast að skyndilega fáum við hvorki ávexti né ber eða að plöntur og dýr drepist í miklum mæli og skilji eftir sviðna og illa á sig komna jörð. Mikið þurfi til til að vistkerfi hrynji. Þörf sé á fleiri og betri rannsóknum áður en hægt sé að segja til um afleiðingarnar fyrir náttúruna og mannkynið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf