fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Þóttist vera látin eftir sveðjuárás í óbyggðum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugur karlmaður, James Jordan að nafni, er í haldi lögreglu vegna gruns um morð og tilraun til mannráps á hinni vinsælu Appalachian-gönguleið í Bandaríkjunum um helgina.

Jordan er grunaður um að hafa ráðist að pari snemma á laugardag sem var á göngu á þessari vinsælu gönguleið, þeim hluta sem liggur um Virginíuríki.

Svo virðist sem um algjörlega tilefnislausa árás hafi verið að ræða en Jordan banaði manninum með sveðju áður en hann réðst að konunni og veitti henni töluverða áverka. Að sögn lögreglu þóttist konan vera látin og forðaði hún sér þegar Jordan fór á eftir hundinum sínum eftir árásina.

Að því er fram kemur í frétt Washington Post gekk konan tæpa tíu kílómetra áður en hún kom að gönguhópi sem hafði samband við lögreglu. Jordan var handtekinn nokkru síðar en manninum sem ráðist var á hafði tekist að senda neyðarboð með farsíma sem hann var með á sér.

Jordan þessi er sagður hafa verið þekktur á umræddu svæði og ítrekað haft í hótunum við göngufólk á svæðinu. Hann á nú yfir höfði sér dóm fyrir morð og tilraun til mannráps.

Appalachian-gönguleiðin er afar vinsæl í Bandaríkjunum en hún er 3.500 kílómetra löng og liggur í gegnum ellefu ríki. Síðast var göngumaður myrtur á þessari leið árið 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar