fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Þóttist vera látin eftir sveðjuárás í óbyggðum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugur karlmaður, James Jordan að nafni, er í haldi lögreglu vegna gruns um morð og tilraun til mannráps á hinni vinsælu Appalachian-gönguleið í Bandaríkjunum um helgina.

Jordan er grunaður um að hafa ráðist að pari snemma á laugardag sem var á göngu á þessari vinsælu gönguleið, þeim hluta sem liggur um Virginíuríki.

Svo virðist sem um algjörlega tilefnislausa árás hafi verið að ræða en Jordan banaði manninum með sveðju áður en hann réðst að konunni og veitti henni töluverða áverka. Að sögn lögreglu þóttist konan vera látin og forðaði hún sér þegar Jordan fór á eftir hundinum sínum eftir árásina.

Að því er fram kemur í frétt Washington Post gekk konan tæpa tíu kílómetra áður en hún kom að gönguhópi sem hafði samband við lögreglu. Jordan var handtekinn nokkru síðar en manninum sem ráðist var á hafði tekist að senda neyðarboð með farsíma sem hann var með á sér.

Jordan þessi er sagður hafa verið þekktur á umræddu svæði og ítrekað haft í hótunum við göngufólk á svæðinu. Hann á nú yfir höfði sér dóm fyrir morð og tilraun til mannráps.

Appalachian-gönguleiðin er afar vinsæl í Bandaríkjunum en hún er 3.500 kílómetra löng og liggur í gegnum ellefu ríki. Síðast var göngumaður myrtur á þessari leið árið 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu