fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Allt á suðupunkti við Persaflóa – Stefnir í stríð?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 07:45

Flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær sögðu sádi-arabísk stjórnvöld að skemmdarverk hefðu verið unnin á tveimur olíuskipum, sem voru hlaðin olíu á leið til Bandaríkjanna, undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Einnig kom fram að reynt hefði verið að vinna skemmdarverk á tveimur öðrum skipum. Ekki var sagt hverskonar skemmdarverk hefðu verið unnin á skipunum eða hver eða hverjir hefðu gert það en fáum dylst að sjónir Sádi-Araba beinast að erkióvinunum í Íran. Mikil spenna er nú við Persaflóa vegna deilna Írana og Bandaríkjanna og tala sumir sérfræðingar opinskátt um að stríð sé yfirvofandi.

Persflóa og ástandinu þar er oft líkt við púðurtunnu enda þarf lítið út af að bera til að allt fari í bál og brand þar. Ólíkir hópar takast þar á og fjandskapurinn er mikill.

Þrátt fyrir að ekki hafi verið skýrt opinberlega frá hver eða hverjir stóðu að baki skemmdarverkunum tengdu margir þau strax við aðvaranir frá bandarískum yfirvöldum um að Íran eða hópar hliðhollir Íran hefðu i hyggju að ráðast gegn bandarískum hagsmunum á svæðinu. Bandaríkin hafa varað sérstaklega við ógnum sem steðja að kaupskipum og olíuskipum og olíuvinnslusvæðum við Persaflóa.

Abdul Latif al-Sajani, hjá samvinnuráði Persaflóaríkja, sagði í gær að skemmdarverkin í gær muni auka enn frekar á spennu og átök á svæðinu.

Um helgina bárust fregnir af fleiri skemmdarverkum, líbönsk útvarpsstöð sagði þá að sprenging hefði orðið í höfninni í Fujairah, sem er eitt Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en þessu var vísað á bug af stjórnvöldum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það eru Hizbollah-samtökin sem reka umrædda útvarpsstöð en Íranir eru helstu stuðningsmenn Hizbollah.

Undir deilum Bandaríkjanna og Íran kraumar síðan valdabarátta á milli Íran og erkifjendanna í Sádi-Arabíu. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru síðan bandamenn Sádi-Araba.

Sérfræðingar, hugveitur og stjórnmálamenn í Bandaríkjunum og Evrópu eru nú farnir að ræða af alvöru að hætta sé á að púðurtunnan við Persaflóa springi og stríð skelli á. Haft hefur verið á orði að staðan nú sé sú hættulegasta síðan Bandaríkin réðust á Írak 2003. Aðrir líkja ástandinu við aðdraganda stríðsins á milli Íran og Íraks 1988. Bandaríkin hafa aukið viðbúnað sinn við Persaflóa að undanförnu og hafa til dæmis sent flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln og flotadeild þess á svæðið sem og B52 sprengjuflugvélar.

Volker Perthes, forstjóri þýsku hugveitunnar Stiftung Wissenschaft und Politik, sagði í samtali við Der Spiegel að átakalínurnar á svæðinu væru að harðna. Um sé að ræða flókna flækju deilna og alltof margra áhættusækna aðila sem ræða ekki saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf