fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Gaf hundinum ost en þá dundu ósköpin yfir – Snör handtök björguðu lífi hans

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðfylgjandi myndband sýnir svo ekki verður um villst að slysin eru fljót að gerast. Síðastliðinn sunnudag var rafvirkinn Joshua Aspey heima hjá sér í Somerset á Englandi að gefa hundunum sínum ost.

Skyndilega sá Joshua að ekki var allt með felldu enda stóð ostbiti í tíkinni Sally sem er af tegundinni Jack Russell. Eins og myndbandið ber með sér brást Joshua skjótt við og kom tíkinni til bjargar. Joshua er fyrrverandi gæslumaður á sundstað og því kunni hann réttu handtökin.

Myndbandið náðist á eftirlitsmyndavél sem er á heimili Joshua. Hann segir við breska fjölmiðla að hann hafi verið fljótur að átta sig á því að Sally ætti erfitt með að anda.

Hann viðurkennir að honum hafi brugðið enda erfitt að horfa upp á hundinn sinn í þessum aðstæðum. „Ég ólst upp með þeim og eru hluti af fjölskyldunni,“ segir hann en Sally er tíu ára gömul.

Þess má geta að Sally varð ekki meint af og er við mjög góða heilsu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar