fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ný rannsókn – Heilahristingur eykur líkurnar á atvinnuleysi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú færð heilahristing er mun meiri líkur á að þú missir vinnuna og sért atvinnulaus eftir fimm ár en ef þú færð ekki heilahristing. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla og dönsku heilahristingsmiðstöðvarinnar.

Þetta kemur fram á vef a4nu.dk. Vísindamennirnir fylgdust með 20.000 sjúklingum með heilahristing og báru saman við jafn stóran hóp fólks sem ekki hafði fengið heilahristing. Samkvæmt niðurstöðunum þá voru einu og hálfu sinni meiri líkur á að þeir sem höfðu fengið heilahristing væru ekki í vinnu fimm árum síðar miðað við samanburðarhópinn.

Haft er eftir Heidi Graff, sem vann að rannsókninni, að niðurstöðurnar hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart en munurinn sé meiri en reiknað var með.

Hana Malá Rytter, lektor í taugasálfræði við Kaupmannahafnarháskóla, sagði að líklegt sé að fólk eigi erfitt með að sinna starfi sínu ef það glími við afleiðingar heilahristings en það geta verið viðvarandi verkir eða einbeitingarskortur. Fólk hafi einfaldlega ekki orku til að takast á við meira en það.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að sjúklingar með heilahristing eru í meiri hættu á að andast ótímabærum dauða en aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?