fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Nýr risaflugvöllur í Berlín hefur staðið ónotaður í 2.500 daga – En nú er eitthvað að gerast þar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 06:59

Berlin Brandenburg flugvöllurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt stærsta byggingahneyksli síðar tíma í Þýskalandi er Berlin Brandenburg flugvöllurinn. Bygging hans hefur dregist úr hófi fram og kostnaðurinn farið langt framúr áætlun, svo mikið að braggamálið víðkunna er hjóm eitt.

Flugvöllurinn átti að opna fyrir átta árum en hver seinkunin á fætur annarri hefur orðið á því vegna mistaka og hneykslismála. Kostnaðurinn er orðinn tvöfalt meiri en ráð var fyrir gert og er kominn í sem nemur um 810 milljörðum íslenskra króna.

Nú hefur hins vegar verið gefið út að völlurinn verði tekinn í notkun í október á næsta ári og byrjað er að úthluta flugfélögum plássum í flugstöðvarbyggingunni. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja rekstur vallarins. Á næstu vikum verður 80 flugfélögum úthlutað plássum á vellinum.

„Vandræðalegasta byggingaframkvæmd Þýskalands,“ hefur Der Spiegel kallað flugvöllinn en hann á að taka við hlutverki Tegel og Schönefeld flugvallanna. Fyrsta skóflustungan var tekin 2006. Síðan framkvæmdirnar hófust er flugvöllurinn orðinn táknmynd alls þess sem getur farið úrskeiðis og það jafnvel í Þýskalandi sem er þekkt fyrir skilvirkni og vel útfærðar framkvæmdir.

Rúmlega 150.000 mistök við bygginguna hafa komið í ljós á framkvæmdatímanum og enn er verið að lagfæra þau

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar