fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Þess vegna var þáttur Jeremy Kyle var tekinn af dagskrá: Féll á lygaprófi og svipti sig lífi

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2019 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir þess efnis að vinsæll breskur sjónvarpsþáttur, The Jeremy Kyle Show, hafi verið tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda í þættinum vöktu talsverða athygli í gær.

Þættirnir hafa verið á dagskrá frá árinu 2005 en í þeim koma fram einstaklingar sem eiga í ýmsum deilum. Er það hlutverk Kyle að reyna að miðla málum og koma þeim í sáttafarveg.

Maðurinn sem lést skömmu eftir að umræddur þáttur var tekinn upp á dögunum hét Steven Dymond og var 62 ára. Hann hafði greinst með þunglyndi fyrir þremur mánuðum og kom fram í þættinum ásamt kærustu sinni, Jane Callaghan. J

Jane og Steven höfðu verið sundur og saman um nokkra hríð en í umræddum þætti var hann meðal annars spurður út í meint framhjáhald. Hann er sagður hafa gengist undir lygapróf í þættinum, próf sem hann féll á, og í kjölfarið upplifað „niðurlægingu og illa meðferð“ af áhorfendum sem voru í salnum þegar þátturinn var tekinn upp. Þá kom upp úr krafsinu að handtökuskipum væri í gildi á hendur honum vegna gamalla skulda.

Viku eftir að þátturinn var tekinn upp fannst Steven látinn og bendir allt til þess að hann hafi svipt sig lífi.

Í samtali við Mail Online segir Jane að Steven hafi verið staðráðinn í að mæta í þáttinn og gera hreint fyrir sínum dyrum. Læknar hafi treyst honum til þess en eftir þáttinn hafi andlegri heilsu hans tekið að hraka að nýju.

Til stóð að sýna þáttinn í gærmorgun en hann var tekinn af dagskrá um leið og í ljós kom að Steven væri látinn. ITV, framleiðandi þáttarins, tilkynnti um leið að fleiri þættir yrðu ekki teknir upp að sinni og þá voru þættir sem þegar hafa verið sýndir fjarlægðir af heimasíðu stöðvarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar